Bandvefslosun og teygjur með jóga

Bandvefslosun og teygjur með jóga

Námskeiðið hentar öllum, allt frá byrjendum til afreksmanna í íþróttum. 
Bandvefslosun losar um stífni í bandvef. Getur létt á verkjum og spennu, opnar á nýja hreyfimöguleika og veitir aukna vellíðan.

Á námskeiðinu er notast við bolta og nuddrúllur til að mýkja upp bandvefina, vöðvana, auka blóðflæðið og minnka spennu í líkamanum.

Dregið er úr eymslum og hægt er að losna við harðsperrur í vöðvum og festum vegna samgróninga í bandvef sem m.a. getur myndast út frá t.d langvarandi stressi eða hreyfingaleysi. 

Bakverkur, höfuðverkur og skert hreyfigeta er mjög algeng meðal fólks. 

Afleiðing þess kemur frá stífum og þykkum bandvef sem myndast í líkamanum. Stífni á einum stað í líkamanum, t.d í herðablaði, getur leitt til stífni alveg upp í höfuð.

Bandvefsnudd eykur blóðflæði til vöðvana, nærir djúpvefina, beinin, liðamótin og orkuflæði líkamans.

Teygjur eru mikilvægar

Þegar fólk byrjar að ​​stunda yoga er algengt að finna fyrir miklum stirðleika í upphafi. Þá er enn mikilvægara að aðstoða líkamann með bandvefslosun sem hjálpar til við teygjur. 

Bandvefurinn er stoðvefur og er að mestu leyti vatn. Hann umlykur vöðvana, líffæri, liðamót, sinar og bein. Bandvefurinn hefur þann tilgang að tengja saman mismunandi vefi. Ef rennslið á milli bandvefs minnkar, takmarkar það hreyfigetu og minnkar þannig getu sogæðakerfisins.

Opnir tímar  í stundatöflu allir velkomnir.
mánudagar  kl. 17:00-18:00
fimmtudagar kl. 12:00-13:00

Kennarar: Sigrún og Anna María


Endilega sendið okkur póst á annamaria@yogavitund.is ef einhverjar spurningar vakna.
Eða skráið ykkur í tímann inn á yogavitund.is

Skránining í tíma

Bókanir fara í gegnum Sportabler.
Leit