Innerdance

Innerdance

Innerdance tími er leið til þess að skapa aðstæður þar sem heilun getur átt sér stað. Innerdance er ekki eiginlegur dans heldur hreyfing á þinni innri (og ytri) orku og er þannig vísun í hina djúpu innri upplifun sem á sér stað í tímanum. Í tímanum vinnum við með þína innri orku, hjálpum þér að komast inn í ákveðið hugleiðslu ástand sem getur hjálpað þér að vinna m.a. úr streitu, orkuleysi og vanlíðan. Í tímanum er spiluð tónlist á frekar hárri tíðni og ýmsir orkupunktar á líkamanum snertir s.s. enni, lófar, fætur, magi og bringa. Hljóð tónlistarinnar leiða okkur inn í ýmsar víddir þar sem tíminn er sérstaklega byggður upp á því að mynda bylgjur í heilanum: Delta, Theta, Alpha, Beta og Gamma. Bylgjurnar hjálpa okkur að komast hraðar inn ákveðið breytt hugarástand þar sem líkami hugur og sál verða mun móttækilegri fyrir heilun. Í tímanum er eðlilegt að finna fyrir bæði líkamlegum og andlegum viðbrögðum. Sumir ná djúpri slökun og upplifa sig límda við gólfið. Hjá öðrum geta komið fram líkamlega viðbrögð s.s. ósjálfráðar hreyfingar, skjálfti, danshreyfingar eða vöðvaherpingur. Það er líka eðlilegt að finna fyrir andlegum viðbrögðum í tímanum s.s. að sjá liti eða komast í djúpt hugleiðsluástand. Ýmsar tilfinningar geta líka komið upp eins og sorg eða reiði. Ef þú hefur ekki heyrt um Innerdance áður þá má vera að þú hafir heyrt um Kundalini orkuna eða Shaktipad. Þetta eru allt hreyfingar sem koma úr mismunandi áttum en eiga það sameiginlegt að fela í sér þessa hreyfingu á orku sem margir kalla nú á tímum Kundalini rising upplifunina. En hugmyndin um Kundalini orkuna kemur úr aldagömlum indverskum fræðum. Innerdance er ferli sem Pi Villaraza hóf á Filippseyjum fyrir 16 árum þegar hann yfirgaf fyrirtæki sitt og bjó á eyðieyju í næstum tvö ár. Á eyjunni fastaði hann að mestu eða lifði á kókoshnetufæði. Á þessum tveimur árum á eyjunni upplifði hann víkkað vitundarástand og skynjaði mikla orku. Í framhaldinu hóf hann Innerdance ferlið og fór að miðla því áfram til annarra og gerir enn í dag. Leiðbeinandi í tímanum er Ásta Soffía Aldan. Ásta sótti námskeið hjá Pi Villaraza þegar hann kom frá Filipseyjum til Íslands árið 2022. Ásta hefur einnig sótt KAP tíma reglulega allt frá árinu 2018 en KAP og Innerdance eru nátengdar hreyfingar sem eiga uppruna sinn í Asíu.

Verð 5000 kr.
Verð 4000 kr fyrir korthafa í Yogavitund.

Viðburður hefst föstudaginn 29. mars kl. 20:00- 21:30


Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar.

Skráning á viðburð

Skráningar fara fram í gegnum Sportabler
Leit