Krakkajóga námskeið
Vinsælt.

Krakkajóga námskeið


Á námskeiðinu eru kenndar mismunandi jógastöður sem styrkja jafnvægi, einbeitingu, samhæfingu, öndun og  líkamsvitund barnanna.

Við kennum jógastöðurnar með því að líkja eftir dýrum sem er auðvelt fyrir börnin að herma eftir á skemmtilegan máta. 

Námskeiðið er mjög fjölbreytt, farið er í allskonar leiki inn á milli jógastaðanna til þess að halda einbeitingu barnanna.

Í lok tímans eru lesnar sögur fyrir börnin á meðan slökunin (savasana) stendur yfir. 
Börnin koma sér vel fyrir á dýnu með kodda, teppi og fá að velja bangsa til að kúra með.

Kennari: Anna María Sigurðardóttir
Kennaranámskeið í krakkayoga, Kramhúsið
Krakkakennaranám: Childplay 2023 Jógasetrið 

Aðstoðarkennari: Ísabella Björk Gestsdóttir
Krakkakennaranám: Childplay 2023 Jógasetrið.

Krakkar 4-7 ára
laugardagar kl. 9:00 til 10:00

Krakkar 8-12 ára
þriðjudagar kl. 17:00 til 18:00

Alltaf í boði að koma í prufutíma.
Námskeiðin hafa vakið mikla gleði og ánægju barnanna.

Námskeiðin standa yfir í 10 vikur
Og það er alltaf hægt að koma inn á námskeiðin því þau halda áfram í allan vetur á sama tíma.

Verð 28.900kr.
Athugið að hægt er að nýta frístundatyrk fyrir þessi námskeið.

Endilega sendið póst á annamaria@yogavitund.is ef þið hafið einhverjar spurningar. 

Skráning á námskeið

Námskeiðsskráningar fara í gegnum Sportabler.

Skráning á krakkayoga námskeið

Leit