Dásamlegir rólegir Yoga tímar fyrir 60 ára og eldri í yndislegu umhverfi. (öll getustig)

Allir geta stundað jóga óháð styrkleika, formi og/eða getu.

Það er aldrei of seint að byrja. Yogatímarnir henta öllum getustigum. Í tímunum er farið í rólegar æfingar eftir getu hvers og eins sem byggja upp styrk og jafnvægi. Boðið er upp á að notast við stól fyrir þau sem ekki treysta sér til að iðka jóga á dýnu á gólfi. 
í tímanum er einblínt á: Jafnvægi Styrk Liðleika Stöðuleika Slökun Öndunaræfingar Að kyrra hugann Góðan félagsskap Nærandi tímar fyrir sál og líkama. 
15% afsláttur af öllum kortum fyrir eldri borgara. 
Tímar eru kenndir: 
Mánudaga 10.30-11.30
þriðjudaga 7:00-8:00 
þriðjudaga 9:00-10:00 
fimmtudagar 7:00-8:00
fimmtudagar 9:00-10:00 

Kennari: Jana (Kristjana Steingrímsdóttir)

Endilega sendið póst á Yogavitund@yogavitund.is ef þið hafið einhverjar spurningar. Eða hafið samband í síma 556-4222. 
Allir velkomnir og við tökum virkilega vel á móti þér.
Bestu kveðjur, Jana

Skráning í yoga 60 ára og eldri

Skráningin fer í gegnum Sportabler eða á yogavitund.is

Athugið að kerfið birtir tímatöflu fyrir daginn í dag þannig að ef þú ert að bóka fram í tímann þarftu að fletta upp réttri dagsetningu.
Kennari:
Jana (Kristjana Steingrímsdóttir)

Margir tímar í boði því þetta eru mjög vinsælir tímar. Skoðið stundatöfluna inn á heimasíðunni.

Tökum vel á móti þér.

Leit