Jóga fyrir byrjendur

Jóga fyrir byrjendur

Námskeiðið er ætlað byrjendum sem og lengra komnum og hentar iðkendum á öllum aldri sem vilja læra jóga frá grunni og byggja rólega upp liðleika, styrk og jafnvægi. Námskeiðið hentar einnig fullkomlega fyrir þá sem vilja rifja upp gamla takta eða koma sér rólega af stað í líkamsrækt.

Á námskeiðinu er farið vel í

  • Grunnstöður
  • Öndunaræfingar
  • Góða slökun í lokin
  • Þú nærð andlegu jafnvægi, djúpslökun og róar hugann.
  • Þú lærir líkamstöður sem auka styrk, liðleika og jafnvægi.
  • Þú kynnist jóga hugmyndafræðinni og prófar ólíkar gerðir jóga.
  • Þú lærir að nýta þér öndun og jóga í daglegu lífi.
Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur.

Almennt verð 39.900 kr.
Verð fyrir korthafa 24.900 kr.

Námskeiðið er kennt 2x í viku
þriðjudaga kl. 18:15-19:15
fimmtudaga kl. 18:15-19:15.
Námskeið hefst fljótlega.

Meðan á námskeiðinu stendur geta iðkendur mætt ókeypis í alla opna tíma í stundatöflu.

Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar. Yogavitund@yogavitund.is

Skráning á námskeið

Námskeiðsskráningar fara í gegnum Sportabler.
Leit