Yoga nidra djúpslökun með tónheilun.

Jóga nidra er streitulosandi og gefur þér gríðalega orku og bætir svefngæði.


Markmið námskeiðsins er að styrkja líkama og sál sem róar taugakerfið.Námskeiðið hentar öllum.

Yoga Nidra er hugleiðsla þar sem iðkandinn liggur og lætur fara vel um sig á dýnu með teppi og augngrímu og er svo leiddur inn í djúpa slökun. 

Hugleiðsla getur hjálpað til við að losa um streitu, bæta svefn, ná tökum á kvíða, þunglyndi og öðlast ró. 

Á námskeiðinu öðlastu meðvitaða djúpa slökun þar sem hugurinn er í ástandi milli svefns og vöku. Í því ástandi er hægt að koma betra jafnvægi á hugann, losa hann undan neikvæðu hugsanamynstri, minnka stress og streitu. Ávinningar jóga nidra hjálpa til við að létta á ýmsum líkamlegum kvillum sem fylgja auknu álagi í hraða og annríki nútímans.

Þegar við komumst úr áreiti hugans og niður í undirmeðvitundina gefum við líkamanum okkar frið til að heila sig og endurnærast. 

Kennari: Steinunn Anna Radha Másdóttir 

Yoga nidra tónheilun á sunnudögum kl.20:00 með Ástu.

Tónheilun á miðvikudögum kl. 20:00 með Berglindi.

Jóga nidra djúpslökun með tónheilun er ævintýri líkast.

Bókanir fara fram á yogavitund.is eða í síma 556-4222 

Tónheilun hreyfir við tíðni í líkamanum sem hefur góð áhrif á vefi, taugakerfi og frumur líkamans 
Tónheilun eykur því góða líkamlega og andlega heilsu. 

Alltaf heitt te á könnunni og rólegheit.


Skráning í tíma

Skráningin fer fram í gegnum Sportabler eða með því að senda póst á yogavitund@yogavitun.is

Athugið að kerfið birtir tímatöflu fyrir daginn í dag þannig að ef þú ert að bóka fram í tímann þarftu að fletta upp réttri dagsetningu.

Leit